Fundu móður konu sem skilin var eftir sem barn í ruslagámi fyrir 29 árum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 11:28 Ingrid og Jens Christian Nørve frá þættinum Åsted Norge. TV2 Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2. Noregur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2.
Noregur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent