Borgarfulltrúi vill breyttar reglur um frístundakortin Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Margir foreldrar kjósa að nýta frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Fréttablaðið/Ernir Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira