7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 18:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira