Búsetumismunun vegna NPA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. október 2019 06:46 Rúnar segir enn verið að gera beingreiðslusamninga byggða á úreltum lögum. Fréttablaðið/GVA Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira