Anníe Mist með heimsmet í þriðja hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira