Ábyrgð Íslands í samfélagi þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 21. október 2019 07:00 Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar