Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 10:23 Í vinstri hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar ber að líta reglugerðirnar 1090 sem felldar voru úr gildi. Í þeirri hægri er hann með reglugerðinnar tvær sem komu í þeirra stað. Vísir/Sigurjón Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan. Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan.
Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00