Íbúasamráð – hvað er það? Olga B. Gísladóttir skrifar 21. október 2019 21:38 Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun