„Spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 13:16 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skýra betur þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga. visir/vilhelm Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34