Kringlan orðin stafræn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 11:50 Hægt að að undirbúa kaupin á Kringlan.is. Vísir/Hanna Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu. Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu.
Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira