Sjálfri sér verst Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun