Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Þrestir borgarinnar belgja sig sællegir út af berjum. Fréttablaðið/Andri Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira