Fyrrum bronshafi á heimsleikunum í CrossFit í stríði gegn CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 11:30 Lukas Högberg. Mynd/Instagram/hogberglukas CrossFit fólk heimsins keppist nú við að skila inn sínum æfingum í CrossFit Open en þriðja vikan af fimm er að klárast. Ein stór stjarna í CrossFit íþróttinni er aftur á móti á allt öðru máli. Svíinn Lukas Högberg er stærsta stjarna Svíþjóðar í CrossFit en hann hefur hafið herferð gegn opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Lukas Högberg tilkynnti það á Instagram reikningi sínum að hann væri hættur að taka þátt í CrossFit Open sem stendur nú yfir. „Mér finnst ekki að þetta Open óþverrasýning (Open shit show) hvetji mig áfram við æfingar eða hjálpi mér sem atvinnumanni í minni íþrótt,“ skrifaði Lukas Högberg meðal annars á Instagram. View this post on InstagramI decided to not continue with Open this year. It’s been a long season for me and a lot of stress around me. I don’t feel that this Open shit show gives me any motivation or enjoy in my training and career as a professional athlete Now my focus will be to get rid of the stress around me and start with a good training rhythm and be ready for the real competitions So I will compete in Sanctionals 2020 to earn my place at the Crossfit Games 2020 #RedBull #niketraining A post shared by Lukas Högberg (@hogberglukas) on Oct 23, 2019 at 9:21am PDT Lukas Högberg hefur fimm sinnum verið hraustasti CrossFit maður Svía og náði þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit árið 2018. Hann varð síðan sautjándi á heimsleikunum í ár. Högberg lenti í smá vandræðum með CrossFit Open í fyrra eftir að hafa veikst af slæmri flensu nokkrum vikum áður en það byrjaði. Hann endaði í 90. sæti en var efstur meðal Svía og vann sér þannig sæti á heimsleikunum. Lukas Högberg var í 21. sæti efstir fyrstu tvo hluta CrossFit Open í ár þegar hann tók þá ákvörðun að hætta. Högberg átti mjög góða heimsleika árið 2018 en var mjög ósáttur með forráðamenn CrossFit samtakanna eftir þá. „Ég komst á pall og þetta var líklega ánægjulegasti dagur lífs míns. Ég hlakkaði til að fá smá hvíld eftir leikana en svo upp úr þurru ákváðu þau hjá CrossFit að breyta öllu en um leið að segja okkur ekki neitt,“ sagði Högberg í viðtali við Morning Chalk Up. „Síðan þá hefur verið mjög erfitt fyrir mig að vera ekki illa við þau hjá CrossFit,“ bætti Lukas Högberg við og nú hefur hann endanlega brunnið yfir. „Við, íþróttafólkið, fáum ekki að vita neitt. Við verðum bara að bíða í einhverri óvissu til að fá vita í hvaða átt íþróttin okkar er að fara. Við erum að tala um starf okkar og lífsviðurværi,“ sagði Högberg. „Allar þessar breytingar hafa snúið lífi mínu á hvolf og ég vil ná aftur stjórninni. Ég er með þessu að setja mig sjálfan, mitt líf, mína andlegu heilsu sem og mína líkamlegu heilsu í fyrsta sæti,“ skrifaði Högberg. Með þessu verður mun erfiðara fyrir hann að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum á næsta ári en þó ekki ómögulegt. Hann mun reyna að tryggja sér sætið á einu af mótunum sem gefa þátttökurétt á leikunum en eitt slíkt fer einmitt fram hér á Íslandi í apríl. CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
CrossFit fólk heimsins keppist nú við að skila inn sínum æfingum í CrossFit Open en þriðja vikan af fimm er að klárast. Ein stór stjarna í CrossFit íþróttinni er aftur á móti á allt öðru máli. Svíinn Lukas Högberg er stærsta stjarna Svíþjóðar í CrossFit en hann hefur hafið herferð gegn opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Lukas Högberg tilkynnti það á Instagram reikningi sínum að hann væri hættur að taka þátt í CrossFit Open sem stendur nú yfir. „Mér finnst ekki að þetta Open óþverrasýning (Open shit show) hvetji mig áfram við æfingar eða hjálpi mér sem atvinnumanni í minni íþrótt,“ skrifaði Lukas Högberg meðal annars á Instagram. View this post on InstagramI decided to not continue with Open this year. It’s been a long season for me and a lot of stress around me. I don’t feel that this Open shit show gives me any motivation or enjoy in my training and career as a professional athlete Now my focus will be to get rid of the stress around me and start with a good training rhythm and be ready for the real competitions So I will compete in Sanctionals 2020 to earn my place at the Crossfit Games 2020 #RedBull #niketraining A post shared by Lukas Högberg (@hogberglukas) on Oct 23, 2019 at 9:21am PDT Lukas Högberg hefur fimm sinnum verið hraustasti CrossFit maður Svía og náði þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit árið 2018. Hann varð síðan sautjándi á heimsleikunum í ár. Högberg lenti í smá vandræðum með CrossFit Open í fyrra eftir að hafa veikst af slæmri flensu nokkrum vikum áður en það byrjaði. Hann endaði í 90. sæti en var efstur meðal Svía og vann sér þannig sæti á heimsleikunum. Lukas Högberg var í 21. sæti efstir fyrstu tvo hluta CrossFit Open í ár þegar hann tók þá ákvörðun að hætta. Högberg átti mjög góða heimsleika árið 2018 en var mjög ósáttur með forráðamenn CrossFit samtakanna eftir þá. „Ég komst á pall og þetta var líklega ánægjulegasti dagur lífs míns. Ég hlakkaði til að fá smá hvíld eftir leikana en svo upp úr þurru ákváðu þau hjá CrossFit að breyta öllu en um leið að segja okkur ekki neitt,“ sagði Högberg í viðtali við Morning Chalk Up. „Síðan þá hefur verið mjög erfitt fyrir mig að vera ekki illa við þau hjá CrossFit,“ bætti Lukas Högberg við og nú hefur hann endanlega brunnið yfir. „Við, íþróttafólkið, fáum ekki að vita neitt. Við verðum bara að bíða í einhverri óvissu til að fá vita í hvaða átt íþróttin okkar er að fara. Við erum að tala um starf okkar og lífsviðurværi,“ sagði Högberg. „Allar þessar breytingar hafa snúið lífi mínu á hvolf og ég vil ná aftur stjórninni. Ég er með þessu að setja mig sjálfan, mitt líf, mína andlegu heilsu sem og mína líkamlegu heilsu í fyrsta sæti,“ skrifaði Högberg. Með þessu verður mun erfiðara fyrir hann að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum á næsta ári en þó ekki ómögulegt. Hann mun reyna að tryggja sér sætið á einu af mótunum sem gefa þátttökurétt á leikunum en eitt slíkt fer einmitt fram hér á Íslandi í apríl.
CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira