Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson. Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson.
Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira