Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 17:51 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán „Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira