OZ nælir í 326 milljóna styrk Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 09:15 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón. Nýsköpun Tækni Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent