Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. október 2019 06:15 Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Vísir/vilhelm „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira