Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 21:00 Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur. Húsnæðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur.
Húsnæðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira