Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 20:00 Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar. Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar.
Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?