Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 14:18 Marie Yovanovitch var sendiherra BNA í Kænugarði 2016-2019. Getty/NurPhoto Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15