Brennivín í bréfalúguna – ógæfa í bögglapósti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. október 2019 09:30 Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun