Hlutafé Jubileum aukið um 30 milljónir Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:45 Birgir Þór Bieltvedt. Hlutafé Jubileum, sem á veitingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta staðfestir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eiginkonu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn. Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris. Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé. „Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undanförnu. Sumarið hafi verið sérstaklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitingastaðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna. Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tapaði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Hlutafé Jubileum, sem á veitingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta staðfestir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eiginkonu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn. Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris. Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé. „Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undanförnu. Sumarið hafi verið sérstaklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitingastaðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna. Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tapaði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira