Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2019 12:15 Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna er rekið í Krýsuvík Vísir Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október. Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október.
Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira