Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Færeyjar Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi.
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira