Um jafnrétti kynslóða Una Hildardóttir skrifar 18. október 2019 08:30 Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Una Hildardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun