Skiptir máli Hörður Ægisson skrifar 18. október 2019 07:00 Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar