Mjótt á munum á breska þinginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 18:45 Það er ekki útilokað að Johnson takist það sem Theresa May tókst ekki. AP/Francisco Seco Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira