Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2019 08:45 Frá flugvellinum í Lleida á Spáni. Þrjár MAX-þotur Icelandair sjást fjær en efst sést í stél þeirrar fjórðu. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson. Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45