Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2019 08:45 Frá flugvellinum í Lleida á Spáni. Þrjár MAX-þotur Icelandair sjást fjær en efst sést í stél þeirrar fjórðu. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson. Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45