Ríkislögreglustjórinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. september 2019 07:00 Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun