Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2019 11:54 Kristín Eysteinsdóttir segir engan annan kost hafa verið í stöðunni en að segja Atla Rafni upp störfum. Vísir/Egill Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. Þetta sagði Kristín þegar hún bar vitni í skaðabótamáli hans gegn leikhúsinu í dag. Kristín sagði að fjöldi, eðli og umfang ásakana á hendur leikaranum hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að segja honum upp störfum Atli Rafn var á ársláni frá Þjóðleikhúsinu þegar hann var rekinn tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Þá höfðu komið fram ásakanir um kynferðislegt áreitni eða og kynferðislegt ofbeldi. Atli Rafn höfðaði mál gegn Kristínu og Leikfélagi Reykjavíkur og sakaði þau um ólögmæta uppsögn. Hann krefst alls þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur. Kristín kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni um að hún hefði fengið Atla Rafn til starfa í leikhúsinu þar sem hann væri góður leikari og óskað hefði verið eftir honum í þrjú verkefni á leikárinu 2017 til 2018. Í desembermánuði hafi henni hins vegar borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis. Þær hafi komið frá ólíkum aðilum og ótengdum. Fjórir einstaklingar sem störfuðu þá í leikhúsinu hafi meðal annars kvartað undan Atla Rafni. Kristín sagðist hafa fengið tilkynningarnar milliliðalaust til sín og rætt við einstaklingana þó að nokkrir hefðu fyrst leitað til trúnaðarmanns hluta starfsmanna. „Það leiddi til þess að við ákváðum að segja Atla Rafni upp störfum hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði hún.Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/egillLýstu ótta, vanlíðan og kvíða fyrir að mæta í vinnuna Í fyrstu sagðist Kristín ekki hafa verið að íhuga að segja Atla Rafni upp heldur boða hann í starfsmannasamtal. Fleiri ásakanir hafi þó borist og starfsmenn hafi lýst því ótta, vanlíðan og kvíða fyrir því að mæta í vinnuna. Þeir hafi einnig lýst hræðslu í vinnunni. Henni hafi sem stjórnanda borið að taka það alvarlega og tryggja öruggt vinnuumhverfi. Sumar tilkynningarnar hafi varðað atvik sem áttu sér stað í leikhúsinu en önnur utan þess. Kristín sagðist hafa átt í samráði við stjórnarformann leikhússins sem hafi rætt við aðra stjórnarmenn. Þá hafi hún leitað ráðgjafar vinnuréttarlögfræðings, mannauðsráðgjafa, sálfræðings og Stígamóta.Við reyndum að vanda okkur og vera eins fagleg og okkur var unnt. Ákvörðunin um að segja Atla Rafni upp hafi byggt á fjölda kvartananna, eðli þeirra og umfangi. Kristín benti á að hefði Atli Rafn starfað áfram fyrir leikhúsið og önnur kvörtun borist vegna framferðis hans hefði það verið á ábyrgð leikhússins. Spurð að því hvort að til greina hafi komið að upplýsa Atla Rafn nánar um ásakanirnar bar Kristín því vð að allir kvartendurnir hefðu óskað eftir trúnaði. Margir þeirra hafi óttast að vekja reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Því taldi Kristín að henni hafi verið óheimilt að greina frá ásökununum nánar. Trúnaður hafi verið forsenda þess að kvartendurnir greindu frá atvikunum. „Þarna eru fjórir þáverandi starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og lýsa því yfir að þeir upplifi mikla vanlíðan og kvíða,“ sagði Kristín þegar lögmaður Atla Rafns gekk á hana um brottreksturinn. Ekki hefði verið hægt að draga kvartenduna að borðinu „með töngum“. Hún hafi þurft að skoða fjölda atvikanna og alvarleika þeirra með heildarhagsmuni leikhússins í huga.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segir að sex frásagnir hafi borist á borð hennar um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í desember 2017. Fjórir hafi kvartað undan Atla Rafni.Vísir/VilhelmTöldu engan annan kost í stöðunni Kristín hélt því fram að reynt hefði verið að veita Atla Rafni eins miklar upplýsingar um ásakanirnar og að leikhúsinu hafi verið heimilt. Hann hafi verið boðaður á fund á laugardegi þegar enginn var í leikhúsinu til að gera það honum ekki erfiðara en nauðsynlegt var. Honum hafi verið tjáð að ásakanirnar vörðuðu kynferðislega áreitni og ofbeldi og hversu margar þær væru án þess að brotið væri gegn trúnaði við kvartendur. Tilkynningarnar hafi allar komið beint í gegnum leikhússtjórann eða trúnaðarmann. Taldi Kristín ennfremur að réttindi Atla Rafns hefðu verið virt. Honum hafi verið sagt upp eins og leikhúsinu hafi verið heimilt og hann hafi fengið þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan. Þá hafi stjórnendur leikhússins ekki tjáð sig um mál hans hvorki út á við né innan leikhússins. Brottreksturinn hafi valdið Borgarleikhúsinu umtalsverðum vandræðum þar sem fresta þurfti frumsýnginu leikritsins „Medeu“. Frá því að Kristín tók við sem leikhússtjóri árið 2014 hafi aldrei þurft að fresta frumsýningu á verki. Frestunin hafi haft í för með sér kostnað við að fá annað leikara auk þess sem tekjur af sýningunni hafi orðið minni en gert hafði verið ráð fyrir. „Við hefðum ekki gert það nema því það var enginn annar kostur í stöðunni,“ sagði Kristin um brottrekstur Atla Rafns. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. Þetta sagði Kristín þegar hún bar vitni í skaðabótamáli hans gegn leikhúsinu í dag. Kristín sagði að fjöldi, eðli og umfang ásakana á hendur leikaranum hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að segja honum upp störfum Atli Rafn var á ársláni frá Þjóðleikhúsinu þegar hann var rekinn tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Þá höfðu komið fram ásakanir um kynferðislegt áreitni eða og kynferðislegt ofbeldi. Atli Rafn höfðaði mál gegn Kristínu og Leikfélagi Reykjavíkur og sakaði þau um ólögmæta uppsögn. Hann krefst alls þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur. Kristín kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni um að hún hefði fengið Atla Rafn til starfa í leikhúsinu þar sem hann væri góður leikari og óskað hefði verið eftir honum í þrjú verkefni á leikárinu 2017 til 2018. Í desembermánuði hafi henni hins vegar borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis. Þær hafi komið frá ólíkum aðilum og ótengdum. Fjórir einstaklingar sem störfuðu þá í leikhúsinu hafi meðal annars kvartað undan Atla Rafni. Kristín sagðist hafa fengið tilkynningarnar milliliðalaust til sín og rætt við einstaklingana þó að nokkrir hefðu fyrst leitað til trúnaðarmanns hluta starfsmanna. „Það leiddi til þess að við ákváðum að segja Atla Rafni upp störfum hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði hún.Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/egillLýstu ótta, vanlíðan og kvíða fyrir að mæta í vinnuna Í fyrstu sagðist Kristín ekki hafa verið að íhuga að segja Atla Rafni upp heldur boða hann í starfsmannasamtal. Fleiri ásakanir hafi þó borist og starfsmenn hafi lýst því ótta, vanlíðan og kvíða fyrir því að mæta í vinnuna. Þeir hafi einnig lýst hræðslu í vinnunni. Henni hafi sem stjórnanda borið að taka það alvarlega og tryggja öruggt vinnuumhverfi. Sumar tilkynningarnar hafi varðað atvik sem áttu sér stað í leikhúsinu en önnur utan þess. Kristín sagðist hafa átt í samráði við stjórnarformann leikhússins sem hafi rætt við aðra stjórnarmenn. Þá hafi hún leitað ráðgjafar vinnuréttarlögfræðings, mannauðsráðgjafa, sálfræðings og Stígamóta.Við reyndum að vanda okkur og vera eins fagleg og okkur var unnt. Ákvörðunin um að segja Atla Rafni upp hafi byggt á fjölda kvartananna, eðli þeirra og umfangi. Kristín benti á að hefði Atli Rafn starfað áfram fyrir leikhúsið og önnur kvörtun borist vegna framferðis hans hefði það verið á ábyrgð leikhússins. Spurð að því hvort að til greina hafi komið að upplýsa Atla Rafn nánar um ásakanirnar bar Kristín því vð að allir kvartendurnir hefðu óskað eftir trúnaði. Margir þeirra hafi óttast að vekja reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Því taldi Kristín að henni hafi verið óheimilt að greina frá ásökununum nánar. Trúnaður hafi verið forsenda þess að kvartendurnir greindu frá atvikunum. „Þarna eru fjórir þáverandi starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og lýsa því yfir að þeir upplifi mikla vanlíðan og kvíða,“ sagði Kristín þegar lögmaður Atla Rafns gekk á hana um brottreksturinn. Ekki hefði verið hægt að draga kvartenduna að borðinu „með töngum“. Hún hafi þurft að skoða fjölda atvikanna og alvarleika þeirra með heildarhagsmuni leikhússins í huga.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segir að sex frásagnir hafi borist á borð hennar um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í desember 2017. Fjórir hafi kvartað undan Atla Rafni.Vísir/VilhelmTöldu engan annan kost í stöðunni Kristín hélt því fram að reynt hefði verið að veita Atla Rafni eins miklar upplýsingar um ásakanirnar og að leikhúsinu hafi verið heimilt. Hann hafi verið boðaður á fund á laugardegi þegar enginn var í leikhúsinu til að gera það honum ekki erfiðara en nauðsynlegt var. Honum hafi verið tjáð að ásakanirnar vörðuðu kynferðislega áreitni og ofbeldi og hversu margar þær væru án þess að brotið væri gegn trúnaði við kvartendur. Tilkynningarnar hafi allar komið beint í gegnum leikhússtjórann eða trúnaðarmann. Taldi Kristín ennfremur að réttindi Atla Rafns hefðu verið virt. Honum hafi verið sagt upp eins og leikhúsinu hafi verið heimilt og hann hafi fengið þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan. Þá hafi stjórnendur leikhússins ekki tjáð sig um mál hans hvorki út á við né innan leikhússins. Brottreksturinn hafi valdið Borgarleikhúsinu umtalsverðum vandræðum þar sem fresta þurfti frumsýnginu leikritsins „Medeu“. Frá því að Kristín tók við sem leikhússtjóri árið 2014 hafi aldrei þurft að fresta frumsýningu á verki. Frestunin hafi haft í för með sér kostnað við að fá annað leikara auk þess sem tekjur af sýningunni hafi orðið minni en gert hafði verið ráð fyrir. „Við hefðum ekki gert það nema því það var enginn annar kostur í stöðunni,“ sagði Kristin um brottrekstur Atla Rafns.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira