Sýknaður af nauðgunarákæru eftir átján mánaða dóm í héraði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 17:59 Landsréttur sýknaði manninn eftir að hann hlaut átján mánaða dóm í héraði. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21