Játuðu á sig morðin áður en þeir sviptu sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:51 Mennirnir tveir sem lýst var eftir í sumar vegna þriggja morða. Kanadíska riddaralögreglan Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu. Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu.
Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45
Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08
Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29
Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35