Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. september 2019 00:33 Lögreglubílar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt gögnunum var embættið rukkað 84,8% umfram raunverulegan rekstrarkostnað, óháð aldri þeirra. Vísir/Jóhann K. Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við. Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við.
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15