Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 14:01 Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan. getty/Paul Hennessy Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira