Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 15:56 Fjölnismenn fagna. vísir/bára Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira