Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 11:04 Netanjahú hefur nýtt sér náið samband við ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni. AP/Oded Balilty Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14