Undir áhrifum áhrifavalda Sigríður Karlsdóttir skrifar 16. september 2019 14:12 Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar