Þröng staða fyrir Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Óvíst er hvort Netanjahú geti myndað stjórn. AP/Amir Cohen Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans. Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans.
Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04