Ráðlagt að kaupa oxycontin á svörtum markaði fyrir son sinn: „Dagurinn kostar fimmtíu þúsund“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. september 2019 19:15 Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa. Akureyri Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa.
Akureyri Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira