Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 11:38 Avigdor Liberman er í kjörstöðu eftir kosningarnar. Hér er hann að kjósa með eiginkonu sinni, Ellu. AP/Tsafrir Abayov Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október. Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október.
Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38
Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00
Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01