Ekkert gerist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar