Sautján ára palestínskur nemi við Harvard sendur frá Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:52 Harvard háskóli talinn með þeim betri í heiminum. Vísir/Getty Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Bandaríkin Palestína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn.
Bandaríkin Palestína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira