Jón Þór: Elín búin að vera frábær á árinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2019 21:09 „Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42