Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2019 23:45 Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, og Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóri Energi Norge, deila ekki sömu afstöðu til ákvörðunar Alþingis. Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48