Fjörutíu Haukur Örn Birgisson skrifar 3. september 2019 14:15 Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Tímamót Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun