Sjálfstæðismenn funda í Valhöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 14:10 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í Valhöll. Hann hefur lengi gert tilkall til ráðherraembættis enda oddviti í Suðurkjördæmi, einu sterkasta vígi flokksins. vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm
Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56