Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 09:07 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). Páll mun sitja í framkvæmdastjórn European Markets undir stjórn Björn Sibbern. Undir European Markets heyra allir markaðir Nasdaq í Evrópu og á Norðurlöndunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni. Páll býr að mikilli reynslu úr efnahagslífinu og fjármálageiranum á Íslandi. Hann tók við starfi rekstrarstjóra og aðstoðarforstjóra þá Kauphallar Íslands árið 2002 og gegndi því til ársins 2011 þegar hann tók við sem forstjóri Nasdaq á Íslandi. Auk þess hefur Páll verið hluti af framkvæmdastjórn Post Trade hjá Nasdaq, situr í stjórn Nasdaq CSD (verðbréfamiðstöð Nasdaq í Evrópu) sem og stjórnum Nasdaq-kauphallanna þriggja í Eystrasaltsríkjunum. Páll hefur þess utan gegnt mörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum í gegnum tíðina. Páll er hagfræðingur með doktorsgráðu frá Yale háskóla. Páll tekur við nýju starfi þann 1. október. Efnahagsmál Markaðir Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Draga lagastoð Kauphallarinnar í efa Óánægju gætir vegna höfnunar Kauphallarinnar á afskráningu Heimavalla. Tilboðsgjafar telja enga lagastoð fyrir ákvörðuninni. Forstjóri Kauphallarinnar segir skylduna til að vernda minnihluta ríka. 1. maí 2019 07:30 Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. 27. júní 2019 02:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). Páll mun sitja í framkvæmdastjórn European Markets undir stjórn Björn Sibbern. Undir European Markets heyra allir markaðir Nasdaq í Evrópu og á Norðurlöndunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni. Páll býr að mikilli reynslu úr efnahagslífinu og fjármálageiranum á Íslandi. Hann tók við starfi rekstrarstjóra og aðstoðarforstjóra þá Kauphallar Íslands árið 2002 og gegndi því til ársins 2011 þegar hann tók við sem forstjóri Nasdaq á Íslandi. Auk þess hefur Páll verið hluti af framkvæmdastjórn Post Trade hjá Nasdaq, situr í stjórn Nasdaq CSD (verðbréfamiðstöð Nasdaq í Evrópu) sem og stjórnum Nasdaq-kauphallanna þriggja í Eystrasaltsríkjunum. Páll hefur þess utan gegnt mörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum í gegnum tíðina. Páll er hagfræðingur með doktorsgráðu frá Yale háskóla. Páll tekur við nýju starfi þann 1. október.
Efnahagsmál Markaðir Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Draga lagastoð Kauphallarinnar í efa Óánægju gætir vegna höfnunar Kauphallarinnar á afskráningu Heimavalla. Tilboðsgjafar telja enga lagastoð fyrir ákvörðuninni. Forstjóri Kauphallarinnar segir skylduna til að vernda minnihluta ríka. 1. maí 2019 07:30 Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. 27. júní 2019 02:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Draga lagastoð Kauphallarinnar í efa Óánægju gætir vegna höfnunar Kauphallarinnar á afskráningu Heimavalla. Tilboðsgjafar telja enga lagastoð fyrir ákvörðuninni. Forstjóri Kauphallarinnar segir skylduna til að vernda minnihluta ríka. 1. maí 2019 07:30
Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00
Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. 27. júní 2019 02:01