Spánverjar lokuðu öllum leiðum á úrslitastundu og eru áfram ósigraðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 14:23 Spánverjinn Juan Hernangómez var flottur í dag. Getty/Li Zhiteng Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira