„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 11:01 Blær blæs nýjum og ferskum blæ í lið Leipzig. leipzig Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira