Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Adam Silver er æðsti prestur innan NBA. Matthew Stockman/Getty Images Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum. Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira